Landvernd: Vill ekki lagasetningu í fiskeldinu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.

Landvernd hefur sent frá sér tilkynningu um afstöðu samtakanna til væntanlegrar lagasetningar í framhaldi af úrskurðum úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Kemur þar skýrt fram að Landvernd leggst gegn lagasetningu. Skorað er á tvo ráðherra umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að láta af áformum um lagasetningu.

Áskorunin er svohljóðandi:

Stjórn Landverndar telur það mjög alvarlegt fyrir íslenska stjórnsýslu í umhverfisverndarmálum sem fyrir er mjög veik, að ráðherra skuli hlutast til um úrskurði úrskurðanefndar í umhverfis- og auðlindamálum. Það er ákvörðun og áhætta fyrirtækja að hefja starfssemi þrátt fyrir augljósa ágalla á henni sem varða við landslög, eins og það að kostagreinging fór ekki fram.  Réttur umhverfisverndarsamtaka til þess að láta reyna á framkvæmda- og starfsleyfi fyrir starfssemi sem hefur skaðlegar afleiðingar fyrir umhverfið fyrir óháðum aðila er lítils virði þegar ráðherrar setja lög á úrskurði þessa óháða aðila.    Stjórn Landverndar skorar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Umhverfis- og auðlindaráðherra að virða niðurstöðu úrskurðanefndarinnar og láta af áætlunum um lagasetningar sem snúa úrskurði hennar.

Núverandi Umhverfisráðherra var framkvæmdastjóri Landverndar þar til hann tók við embætti ráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
DEILA