Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 40 við vinnu Dýrafjarðarganga.
Í vikunni var mikil áhersla lögð í flutninga á búnaði og mannvirkjum frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. Nýi borvagninn var færður frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð og sá gamli var sendur til baka í Arnarfjörðinn. Tvö verkstæðistjöld og steypustöðin ásamt þremur sementsílóum voru tekin niður og flutt yfir í Dýrafjörðinn og byrjað að reisa verstæðistjöldin. Vinnu var einnig haldið áfram við að standsetja skrifstofur og vinnubúðir í Dýrafirðinum.
Í göngunum var unnið við að taka niður lagnir og gera klárt fyrir áframhaldandi vinnu við lokastyrkingar.
Haldið var áfram með vegavinnu í báðum fjörðum. Í Arnarfirði var haldið áfram með lagningu neðra burðalags og frágangi á fláafleygum en í Dýrafirði var unnið við skeringar.
Mót voru rifin frá syðri stöpli brúarinnar yfir Mjólká en hann var steyptur í síðustu viku.
Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar verið er að flytja borvagn milli fjarða, Þegar verið er að hífa fyrsta sementsílóið af undirstöðu sinni, skeringu í Dýrafirði og syðri stöpulinn í Mjólká.