Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra verður með tvo fundi á Vestfjörðum í vikunni. Á miðvikudagskvöld verður hann á Ísafirði á Hótel Ísafirði kl 19:30 og í hádeginu á fimmtudag kl 12 á Patreksfirði í Félagsheimilinu.
Ráðherrann sagði í samtali við bb.is að fundirnir væru liður í fundaferð um landið um sjávarútveginn almennt. Þar væru undir veiðigjöldin, fiskeldið og annað sem menn hefðu áhuga á að ræða. Af hans hálfu væri þetta viðleitni til þess að fara til fundar við fólkið og fá skilaboð milliliðalaust.
Hvatti hann Vestfirðinga til þess að koma á fundina. Á þann hátt gætu ráðherrar og ríkisstjórnin fengið sem gleggstar upplýsingar um hug almennings og þau mál sem á fólki brenna hverju sinni.