Ómar Karvel Íslandsmeistari í Boccia

Íþróttafélagið Ívar átti 7 keppendur á Íslandsmótinu í boccia sem haldið var í Vestmannaeyjum síðastliðna helgi.

Einn keppandi okkar, Ómar Karvel, náði þeim árangri að verða Íslandsmeistari (1. sæti) í 4. deildinni.
Allir skemmtu sér vel í Eyjum og áttum við góða ferð. Í lok mótsins var haldið lokahóf þar sem meðfylgjandi hópmynd var tekin. Þá um kvöldið fékk félagið afhentan bikar fyrir að vera Prúðasta liðið.

Viljum minna á Fyrirtækjamót Ívars sem er aðal fjáröflun félagins, en það verður haldið næst komandi sunnudag (14. okt) og hefst kl. 13:30. Tekið er á móti skráningum í síma 863-1618 & 893-4393 eða á netfangið jonabg@snerpa.is – Fjölmennum á mótið og styrkjum við bakið á iðkendum Ívars.

DEILA