Óskar eftir fundi til að ræða laxeldisleyfin sem felld voru úr gildi

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður norðurlands vestra, hefur óskað eftir aukafundi í atvinnuveganefnd sem allra fyrst. Tilefnið er niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þegar hún felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gaf út til laxeldis í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

Hún óskar eftir að fulltrúar frá Umhverfisráðuneytinu og Sjávarútvegsráðuneytinu og fulltrúar frá Matvælastofnun verði kallaðir fyrir fundinn

Halla Signý segir jafnframt: „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Vestfirðingum er haldið í herkví, nóg er samt. Hér lítur helst út að kerfin og stofnanir tali ekki saman. Kerfin rekast á og atvinnuuppbygging situr hjá á meðan.“

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA