Það er komið að þessu

Vegagerðin hefur sagt frá því að hálkublettir séu á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en hálka á Steingrímsfjarðarheiði. Snjóþekja er á Strandarvegi.

Þá er snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Vatnskarði, Öxnadalsheiði, Héðinsfiðri, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Krapi og éljagangur er á Siglufjarðarvegi. Krapi er á Fljótsheiði og Mývatnsheiði. Þæfingsfærð er á Hólasandi.

Þæfingsfærð og snjókoma er á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði en krapi á Fagradal og Breiðdalsheiði. Mjög hvasst er á Norðausturlandi.

Nú þurfa vegfarendur að fara að líta á dekkin sín og rétt að þeir líti líka eftir kindum um helgina og fari varlega, þar sem víða fer fram smölun þessa dagana.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA