Þá er BB búið að loka könnun síðustu viku sem snérist um þá forvitni að komast að því hvernig faratæki lesendur nota til að komast til vinnu. Samtals 397 svöruðu könnuninni, sem er einungis rétt rúmlega kosningabærar konur í Bolungarvík. Það er þó ekki þar með sagt að eingöngu Bolvíkingar hafi kosið því svörin er ekki hægt að rekja. Niðurstaðan er samt sú að langflestir þeirra sem svöruðu fara á bílnum í vinnuna, heilir 238 einstaklingar eða 60%. Næstir koma þeir sem nota tvo jafnfljóta eða 96 einstaklingar sem gera 24%. Nokkrir fara á hjóli eða 14% en einungis 7 af þeim sem svöruðu fara með strætó.
Könnun næstu viku ætti að fara að detta inn en hún snýst um skoðun fólk á því hvort börn eigi að hafa snjallsíma eða ekki.
Sæbjörg
bb@bb.is