Kristinn H. skellti sér í leikhús í Bolungarvík og segir frá þeirri upplifun á heimasíðu sinni: „Kómedíuleikhúsið er alltaf í sögunni. Í gegnum árin hefur leikhúsið sett upp yfir 40 verk sem langflest fjalla á einn eða annan hátt eru tengdar sagnaarfi Vestfjarða. Enda er Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða og finnst mikilvægt að vinna með og kynna sagnaarf síns eigin héraðs.“
„Í lok maí síðastliðin frumsýndi Kómedíuleikhúsið sitt 42 verk. Enn var sótt í söguna og nú til Bolungavíkur. Um er að ræða einleik um föður Víkurinnar sjalfan Einar Guðfinnsson og var leiknum gefið hans heiti eða EG. Einleikurinn EG er aðeins sýndur á söguslóðum í Einarshúsi í Bolungavík og hefur nú þegar verið sýndur 15 sinnum. Telst það nú nokkuð gott í leikhúsbransanum að komast yfir fyrsta tuginn. Um daginn var EG m.a. sýndur fyrir framtíð Bolungavíkur fyrir nemendur elstu bekkja grunnskólans. Vel létu þau að verkinu þó sum hefðu eigi heyrt þennan Einar nefndan áður. Svona getur nú leikhúsið komið að gangi og miðlað okkar eigin sögu til handa framtíðinni. Fleiri sýningar eru áætlaðar á EG í Einarshúsi og verður m.a. eldri borgurum bæjarins boðið á sýninguna þegar fram líða stundir. Það er leikarinn frá Bíldudal Elfar Logi Hannesson sem leikur Einar Guðfinnsson.“
Sæbjörg
bb@bb.is