Stefnir ÍS átti mjög gott fiskveiðiár

Stefnir ÍS. Mynd: Björn Valur Gíslason.

Aflafréttir hafa sagt frá því að á síðasta fiskveiðiári hafi nýjustu skipin að mestu verið fremst þegar kemur að aflatölum en þó hafi tveir eldri togarar átt feykilega gott ár. Nú er komið nýtt fiskveiðiár og því hafa aflatölur fyrir 2017-2018 verið birtar en þar var Stefnir ÍS í sjöunda sæti yfir hæstu aflatölur yfir landið. Stefnir landaði 7303 tonnum í 92 túrum eða að meðaltali 79 tonnum í löndun.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA