Getur skapandi fólksfækkun nýst okkur hér fyrir vestan? Sjáðu þáttinn á N4

Frá japanskri helgi á Þingeyri. Mynd: Blábankinn.

Kamiyama er rétt um fimm þúsund manna fjallaþorp í Japan sem glímt hefur við fólksfækkun, atgervisflótta og hækkandi meðalaldur íbúa síðan á miðri síðustu öld. Með hverri fjölskyldunni sem fór minnkaði trú þeirra sem eftir voru á ágæti þessa samfélags. Laust fyrir síðustu aldamót var einum íbúanna nóg boðið og fór hann að vinna skipulega að því að breyta hugsunarhætti fólksins í þorpinu, stofnaði Grænadalssamtökin árið 1990 þar sem stefnan um skapandi fólksfækkun á rætur sínar. En hún gengur í stórum dráttum út á að fara skapandi leiðir til að bregðast við fólksfækkun, horfa til framtíðar.

Þessi frumkvöðull er kominn til Þingeyrar, 8800 kílómetra leið ásamt fjórum félögum sínum, til að deila reynslu sinni með heimafólki.

N4 var á staðnum og í þessum áhugaverða þætti má kynna sér þetta flotta málþing sem var á Þingeyri um síðustu helgi.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA