Útsvarstekjur fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2018 liggja nú fyrir hjá Ísafjarðarbæ og eru 999,4 milljónir króna samanborið við áætlun upp á 950,9 milljónir króna. Útsvarstekjur fyrir tímabilið eru því 48,5 milljónir króna yfir áætlun. Þetta kemur fram í minnisblaði til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Samkvæmt greiðslum ársins úr jöfnunarsjóði eru tekjur þaðan hærri en áætlun sem nemur 3 milljónum króna. Tekjurnar eru 411,5 milljónir króna samanborið við áætlun upp á 408,5 milljónir króna. Auk þess kemur fram að grunnskólaframlagið sé hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Launakostnaður fyrir janúar til júní 2018 nemu1.221 milljón króna samanborið
við áætlun upp á 1.219,8 milljónir króna. Launakostnaður er því 1,2 milljónum króna yfir áætlun eða 0,1% af áætlun. Hækkun varð á launatöflu um 1,4% vegna launaþróunartryggingar hjá aðilum sem eru undir BRSB og ASÍ. Þetta snertir um 270 launþega Ísafjarðarbæjar. Gera má ráð fyrir að heildaráhrif á árinu sé um 15 milljónir króna.
Þegar niðurstöður innan hverrar deildar er skoðaðar má sjá að tvær deildir eru undir áætlun og þrjár deildir yfir áætlun. Yfirlit yfir þetta má sjá hér að neðan:
Velferðarsvið – 2,3 milljónum króna yfir áætlun sem er 1% frávik.
Heimaþjónusta aldraðra er yfir áætlun um 3,3 milljónir króna en þar eru raunstöðugildi 4,6
en gert var ráð fyrir 3,8 stöðugildum í áætlun.
Málefni fatlaðra sameiginlegt er 1 milljón króna undir áætlun.
Lengd viðvera er 1,7 milljónum króna undir áætlun
Frekari liðveisla er 3,5 milljón króna undir áætlun.
Búseta Fjarðarstræti er 2,7 milljón króna undir áætlun.
Búseta Sindragötu er 9,3 milljón króna yfir áætlun. Þar var unnin meiri yfirvinna en gert var ráð fyrir í áætlun.
Búseta Pollgata er 1,6 milljónum króna yfir áætlun
Skammtímavistun er undir áætlun um 2,1 milljón króna.
Fræðslumál – 7,7 milljónir króna yfir áætlun sem er 1,4% frávik.
Grænigarður er 1,5 milljónir yfir áætlun. Þar eru raunstöðugildi 4,7 en í áætlun 3,9
Grunnskólinn á Ísafirði er 6,8 milljónir yfir áætlun. Það eru lokauppgjör til kennara og
stundakennsla sem mynda þennan mismun.
Grunnskólinn Önundarfjarðar er 1 milljón króna undir áætlun
Grunnskólinn á Suðureyri er 1,2 milljónum króna undir áætlun
Tónlistarskóli Ísafjarðar er 1,6 milljónum yfir áætlun.
Æskulýðs- og íþróttamál – 2,6 milljónir króna undir áætlun sem er 2,7% frávík.
Vinnuskólinn er 2,7 milljónir króna undir áætlun
Íþróttamiðstöðin á Flateyri er 2,3 milljónum króna undir áætlun
Íþróttamiðstöðin á Suðureyri er 1,3 milljónum króna undir áætlun
Skíðasvæðið er 3,2 milljónir króna yfir áætlun vegni meiri yfirvinnu og dagvinnu en áætlanir
gerðu ráð fyrir einnig meiri stórhátíðarvinnu en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Sameiginlegur kostnaður – 3,3 milljónir króna undir áætlun sem er 3% frávik
Bæjarstjórn er 1,2 milljónum króna undir áætlun
Bæjarskrifstofur er 1,3 milljónir undir áætlun.
Hafnarsjóður – 2,2 milljónir króna yfir áætlun sem er 5,3% frávik
Hafnarskrifstofur er 2,4 milljónir króna yfir áætlun vegna leiðréttinga á yfirvinnu sem var
ranglega uppsett í skráningakerfi vinnustundar.
Aron Ingi
aron@bb.is