Bára Karlsdóttir, annar af eigendum Cafe Riis segir að sumarið hafi gengið vel þrátt fyrir leiðinlegt veður fyrrihluta sumars. Hún segir að hegðunarmynstur ferðamanna hafi þó breyst í gegnum tíðina, en hún og eiginmaður hennar hafa rekið veitingastaðinn síðastliðin 14 ár. Starfsemin er umfangsmikil en auk Cafe Riis þá reka þau Braggann sem er gamla samkomuhúsið á staðnum. Það er aðstaða fyrir brúðkaup og aðrar uppákomur auk þess sem þau sjá um mötuneyti grunnskólans, leikskólans og rækjuverksmiðjunnar í Hólmavík.
Bára segir að þau hjón séu komin á sjötugsaldurinn og að tími sé til þess að leyfa öðrum að taka við. Erum búin að vera með þetta í 14 ár og erum komin á sjötugs aldur, tími að leyfa öðrum að taka við. „ Við munum reka þetta eitthvað áfram, við erum ekki að selja útaf einhverjum erfiðleikum. Við höfum haft sömu kennitölu öll árin, þetta gengur en maður þarf að vinna mikið sjálfur. Það væri gaman ef það tæki einhver við þessu sem hefði opið allan ársins hring, eitthvað ungt fólk sem væri til í tuskið. Það væri alveg hægt að hafa opið allt árið.“ segir Bára.
Hún segir að sumarið hafi gengið vel þótt það hafi ekkert byrjað sérstaklega vel. „ Við erum að fá góðar umsagnir, við getum alveg verið mjög sátt og getum verið þakklát fyrir þennan rekstur í gegnum tíðina. Sumarið hefur ekki verið verra en síðustu ár, kannski aðeins minna í heildina, en ekki mikið meira. En mynstrið í ferðaþjónustu er að breytast, hvernig ferðamenn versla og þannig lagað.“ segir Bára.
Bára segist kaupa allt sem hún getur á svæðinu, kaupir fiskinn af Drangsnesi og frá Ísafirði og kjötið beint frá bændum. Hún segir að þetta starf sé tilvalið ef maður hefur gaman af eldamennsku. „Við erum með þorrablót og jólahlaðborð á veturna. Svo er með mikið um fundi hér því við erum mitt á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og Akureyri og Ísafjarðar, þannig að fólk mætist hér á miðri leið. Svo má ekki gleyma að hér er æðislegt landslag allt í kring þannig að þetta er tilvalinn áfangastaður.“ segir Bára að lokum.
Aron Ingi
Myndakredit: Mynd fengin af Facebook síðu Cafe Riis
Myndatext: Cafe Riis er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn á Vestfjörðum