Golfveisla í Tungudal

H.G. mótinu í golfi lauk í dag á Tungudalsvelli eftir tveggja daga keppni vestfirskra kylfinga í einmuna blíðu, sunnan þey og sólskini. Með því lýkur Sjávarútvegsmótaröðinni í golfi, sem er samstarfsverkefni Golfklúbba á Vestfjörðum og sjávarútvegsfyrirtækjum í fjórðungnum. Haldið var upp á lokin með veislu í Golfskálanum í Tungudal þar sem sigurvegurum í H.G. mótinu og í Sjávarútvegsmótaröðinni var fagnað.

Emil Þór Ragnarsson setti nýtt vallarmet á Tungudalsvelli í dag.

Sigurvegarar í höggleik í H.G. mótinu voru; í karlaflokki sigraði Emil Þór Ragnarsson, Anna Guðrún Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki og Jón Gunnar Shiransson í unglingaflokki. Með forgjöf sigraði Emil Þór Ragnarson með 38 punkta og í kvennaflokki sigraði Valdís Hrólfsdóttir með 32 punkta.

Emil Þór Ragnarsson setti nýtt vallarmet á Tungudalsvelli í dag, fór 18 holurnar á 67 höggum.

Sigurvegari Sjávarútvegsmótaraðarinnar, Janus Pawel Duszak ásamt formanni G.Í. Kristinni Þórir Kristjánssyni

Sigurvegarar í SjávarútvegsmótaröðinniSigurvegari í Sjávarútvegsmótaröðinni, Janus Pawel Duszak tekur við verðlaunum úr hendi formanns Golfklúbbs Ísafjarðar, Kristins Þóris Kristjánssonar voru; Janus Pawel Duszak í

karlaflokki, Björg Sæmundsdóttir sigraði í kvennaflokki, Kristinn Þórir Kristjánsson sigraði í öldungaflokki og Jón Gunnar Shiransson í unglingaflokki.

Á laugardaginn kemur verður Landsbankamótið haldið á Tungudalsvelli.

Sigurvegari í unglingaflokki ásamt sigurvegara í öldungaflokki, Jón Gunnar Shiransson og Kristinn Þórir Kristjánsson
DEILA