Bláberjadagar færast til 30. ágúst – 2. September 2018

Það er mikilvægt að nýta tæknina og hafa það rafrænt sem hægt er til að koma til móts við landsbyggðina. Súðavík: Mats Wibe Lund.

Bæjarhátíð Súðavíkur, Bláberjadagar, frestast um tvær vikur vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Hátíðin verður haldin fyrstu helgina í september.
Okkur þykir leitt að þurfa að hringla með dagsetninguna, en eftir góðan fund skipulagshóps Bláberjadaga var þessi ákvörðun tekin. Sem betur fer helst dagskráin óbreytt á nýrri dagsetningu.

Fyrir þá sem voru búnir að skipuleggja heimsókn til Súðavíkur næstu helgi, verður hlaðið í eitt gott kvöld, laugardaginn 18. ágúst, til heiðurs íslenska krækiberinu – drykkir, dans, tónlist og gleði í boði.

Með von um skilning og eftirvæntingu um að sjá sem flesta fyrstu helgina í september, á frábærum Bláberjadögum.

Sjáumst á Bláberjadögum!
Skipulagshópur um Bláberjadaga.

DEILA