Héraðssambandið Hrafna Flóki (HHF) tók þátt í Króksmótinu á Sauðarkróki síðastliðna helgi. Það var sjöundi flokkur drengja í knattspyrnu sem lögðu land undir fót og var ferðin eftirminnileg á margan hátt. Veðrið var með besta móti og skemmtu keppendur sem og foreldrar sér mjög vel. Drengirnir fengu góðan lærdóm í knattspyrnufræðum og því að taka ósigrum, sem auðvitað gleymdust fljótt þegar sigur svo náðist. Drengirnir héldu merki sambandsins hátt á lofti og báru það með stolti. Þess ber að geta að þeir sem kepptu að þessu sinni eru allir á yngra ári í sjöunda flokki og eru staðráðnir að mæta aftur að ári og sína framfarir sínar.
Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri HHF vildi koma því á framfæri að það sé mjög greinilegt að HHF vekur alls staðar eftirtekt þar sem erindrekar sambandsins keppa. Fólk vill ýmist fræðast um HHF, hvaðan keppendurnir eru eða þá bara að hrósa þeim fyrir kurteisi og háttvísi auk þess að dást að fallegu búningunum sambandsins.
Aron Ingi
aron@bb.is