Samanburður á Hawaii og Íslandi á ljósmyndasýningu

Pauline og Mickael ferðast víða saman til að taka ljósmyndir. Mynd: Julie Gasiglia.

Ljósmyndasýningin „Contrasts“ eftir franska tvíeykið „Un Cercle“ er nú sýnd í Húsinu-Creative Space á Patreksfirði. Opnun sýningarinnar var föstudaginn 13. júlí síðast-liðinn og ferðuðust ljósmyndararnir alla leið frá Kanada til að vera viðstödd opnunina.

Á sýningunni eru sýndar myndir sem þau tóku á Hawaii og á Íslandi og er markmið sýningarinnar að sýna hvað þessar tvær eyjar eiga sameiginlegt og einnig hvað er ólíkt. Verkin eru fjölmörg og afar glæsileg.

„Un Cercle“ skipa parið Pauline og Mickael og hafa þau mikla ástríðu fyrir ljós-myndun, sér í lagi er varðar gullfallega náttúru og ferðast þau víða til að taka ljós-myndir. Samkvæmt þeim þá missa þau algjörlega tímaskynið þegar þau ferðast, keyra og ganga tímunum saman til að ná lengra og hærra með það fyrir augum að fjarlægjast hinar daglegu venjur.

Ljósmyndirnar á sýningunni „Contrasts“ eru afar glæsilegar og sýna fallega náttúru Hawaii og Íslands. Mynd: Julie Gasiglia.
Sýningin stendur yfir til 9. ágúst næstkomandi. Mynd: Julie Gasiglia.

Það er um að gera að gera sér ferð í Húsið-Creative Space á Patreksfirði og virða fyrir sér verkin. Sýningin mun standa yfir til 9. ágúst næstkomandi og er opið í Húsinu-Creative Space frá klukkan 10:00 til 17:30 á virkum dögum og frá klukkan 14:00 til 16:30 á laugardögum. „Contrasts“ er sölusýning, aðgangur er ókeypis og allir vel-komnir, börn sem fullorðnir. Í Húsinu-Creative Space er einnig hægt að fá sér kaffi og kalda drykki, bæði áfenga sem og óáfenga ásamt smá meðlæti. Auk þess er til staðar skemmtilegt handverkshorn með vörum eftir fólk á svæðinu ásamt góðu úrvali af barnabókum.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA