Víkarar hittast og hreinsa kerfil og lúpínu

Kerfill í Bolungarvík. Mynd: Jón Páll Hreinsson.

Í dag klukkan 16:00 ætla íbúar í Bolungarvík að hittast og vinna á kerfil og lúpínu í bæjarlandinu en þetta er skipulagt af Náttúrustofu Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstað.
Á þessum tíma ársins blómstra kerfilinn og lúpínan á fullu og í Bolungarvíkurkaupstaður hefur farið af stað átak gegn plöntunum. Svæðinu hefur verið skipt í minni svæði og er markmiðið að útrýma kerfil og lúpínu eftir aðgerðaráætlun þar sem byrjað er á því að fækka svæðum sem þessar tegundir vaxa, en illgresi sem þessi leggja undir sig frjósamt land og erfitt er að hafa stjórn á þeim.

Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill bæjarstjóra segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem Bolungarvíkurkaupstaður stofnar til formlegs hreinsunarátaks gegn lúpínunni og kerflinum en síðustu ár hefur þó ákveðinn hópur af Víkurum skipulagt hreinsun sem þessa.

Eftir hreinsunina verður svo boðið upp á grillaðar pylsur fyrir utan sundlaug Bolungarvíkur, Musteri vatns og vellíðunar.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA