Fjölmennt á Dýrafjarðardögum

Hlíðargata sá um súpuna í ár. Mynd:

Dýrafjarðardagar fóru vel fram, þótt það hefði mátt vera meiri sól.

Einstaklega margir komu við á Þingeyri í ár á Dýrafjarðardögum sem voru haldnir helgina 29.-1. júlí síðastliðinn. Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, einn skipuleggjanda hátíðarinnar sagði að það hefði verið margt fólk sem kom víða að, margir að norðan og gamlir Þingeyringar. Einnig var margt fólk á tjaldsvæðinu og sóttu um 400 manns grillveisluna á laugardeginum. Fullt hús var á Gíslastöðum í Haukadal, bæði þegar Þórarinn Eldjárn fræddi og skemmti og þegar Vilborg Davíðsdóttir hélt fyrirlesturinn “Blóðug Jörð.” Einnig var fullt út úr dyrum í kirkjunni þegar Ragnheiður og Haukur Gröndal héldu tónleika þar.

Blakmótið árlega. Mynd: Davíð Davíðsson.
Gunnhildur Elíasdóttir setti hátíðina. Mynd: Davíð Davíðsson.
Krakkar í fjöru. Mynd: Davíð Davíðsson.
Nóg að gera á Simbakaffi. Mynd: Davíð Davíðsson.
Margir tóku þátt í grillinu. Mynd: Davíð Davíðsson.
Stuðbörn. Mynd: Davíð Davíðsson.
Guðmundur Ingvarsson, fyrrverandi póstmeistari á Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson.

Haldið var þriðja stigamót sumarsins í strandblaki, en það er skipulagt af Íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri. 21 lið var skráð til leiks, 13 kvennalið sem spiluðu í 2 deildum og 8 karlalið sem spiluðu í einni deild. Á Þingeyrarvefnum kemur fram að aðstandendur vefsíðunnar strandblak.is hafi lofað mótið og skipuleggjendur þess í hástert fyrir góðan og skemmtilegan anda. Sjá frétt af Þingeyrarvefnum. Þar er einnig hægt að sjá úrslit mótsins.

Ísabella
Isabellaosk22@gmail.com

DEILA