Í næstu viku (9. júlí) fer að stað námskeið á Ísafirði fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára. Námskeiðið mun standa í 4 vikur eða til 3. ágúst. Markmiðið er hvetja stelpur í 7.-10. bekk til þess að stunda hreyfingu, en hreyfing og heilsa er það mikilvægast sem hver maður á. Thelma Rut þjálfari námskeiðisins segir að hreyfing, sérstaklega fyrir ungt fólki, skipti máli fyrir líkamlega og andlega heilsu.
Ekki nauðsynlegt að vera íþróttamanneskja til að taka þátt
Æfingarnar munu höfða til allra stelpna, bæði til þeirra sem stunda íþróttir, þeirra sem hafa verið í íþróttum og þeim sem hafa aldrei verið í íþróttum.
Æft verður 3x í viku, mánudaga kl. 17:20 miðvikudaga kl. 17:20 og föstudaga kl. 16:20. Æfingavalið verður fjölbreytt en þær munu læra nýjar hreyfingar ásamt blöndu af æfingum sem reyna á þol, styrk og liðleika.
Þjálfari námskeiðsins mun leggja áherslu á að æfingar verði gerðar réttar og útskýra tilgang með hverri æfingu. Stelpurnar munu setja sér markmið, bæði langtíma og skammtíma og læra að stefna að þeim. Þar sem markmiðin verða sérsniðin hverjum og einum verður heimavinna fyrir stelpurnar til að í að ná þeim markmiðum sem þær setja sér.
Þjálfari er Thelma Rut Jóhannsdóttir, 2. árs nemi í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands. Thelma hefur góða reynslu af fjölbreyttri þjálfun. Hægt er að senda fyrirspurnir á thelmarutjo@gmail.com eða í síma 7759951.
Verð fyrir námskeið er 6000 kr.
Ísabella
isabellaosk22@gmail.com