Margt verður um að vera á Markaðshelginni í Bolungarvík næstu helgi, þann 5.-7. júlí. Meðal annars verður markaðstorgið, leiklistar- og tónlistaratriði og leiktæki fyrir krakka á öllum aldri. Nú í ár verður svo haldið krakkamót í Mýrarbolta í fyrsta skipti.
Á laugardaginn kl. 10 verður krakkamótið í Mýrarbolta fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og er haldið fyrir aftan sundlaugina í Bolungarvík. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og er þátttökugjaldið 3000 kr. Thelma Rut Jóhannsdóttir er skipuleggjandi mótsins og hvetur alla krakka að taka þátt. ,,Hægt er að skrá sig með því að senda skilaboð á facebook síðu Mýrarboltans en þar þarf að koma fram nafn liðsins, nöfn keppenda og aldur og gott væri að fá símanúmer frá einu foreldri í hópnum sem hjálpar krökkunum að halda hópinn. Ekki er þó nauðsynlegt að mynda lið til að vera með því einnig verður myndað lið úr þeim sem mæta einir,’’ segir Thelma. Hægt er að fá fleiri upplýsingar hjá henni í síma 7759951.
Facebook síðu Mýrarboltans er hægt að skoða hér.
Ísabella
Isabellaosk22@gmail.com