Fyrstu golfmótunum í Sjávarútvegsmótaröðinni lauk um helgina en 44 keppendur voru skráðir í keppni. Mótin voru haldin bæði á laugardag og sunnudag, fyrri daginn á Bíldudal en þann seinni á Patreksfirði. Veðrið var nokkuð gott og vallaraðstæður ágætar fyrir kylfinga.
Arnarlaxmótið var á laugardeginum á Bíldudal og þar sigraði Baldur Ingi Jónasson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 74 höggum. Í öðru sæti var Ernir Steinn Arnarsson frá Golfklúbbi Bolungarvíkur líka á 74 höggum. Í þriðja sæti eftir bráðabana var Karl Ingi Vilbergsson frá Golfklúbbbi Ísafjarðar á 76 höggum.
Í höggleik kvenna sigraði Sólveig Pálsdóttir frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 89 höggum. Í öðru sæti var Björg Sæmundsdóttir frá Golfklúbbi Patreksfjarðar á 92 höggum. Í þriðja sæti var Ólafía Björnsdóttir frá Golfklúbbi Bíldudals á 95 höggum.
Í opnum flokki punkta var sigurvegari Neil Shiran K. Þórisson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 38 punktum (77 höggum). Í öðru sæti var Ólafur Ragnar Sigurðsson frá Golfklúbbi Bíldudals á 37 punktum (91 höggum). Í þriðja sæti var Baldur Ingi Jónasson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 36 punktum (74 höggum).
Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Shiransson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 80 höggum og í öðru sæti var Sylwia Januszdóttir frá Golfklúbbi Ísafjarðar.
Oddamótið var svo haldið á Patreksfirði á sunnudaginn og þar sigraði Ernir Steinn Arnarsson frá Golfklúbbi Bolungarvíkur á 76 höggum. Í öðru sæti var Karl Vilbergsson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 79 höggum og í þriðja sæti var Janusz Pawel Duszak frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 79 höggum.
Í höggleik kvenna sigraði Björg Sæmundsdóttir frá Golfklúbbi Patreksfjarðar á 85 höggum. Í öðru sæti var Sólveig Pálsdóttir á 96 höggum. Í þriðja sæti var Guðný Sigurðardóttir frá Golfklúbbi Bíldudals á 103 höggum.
Í opnum flokki punkta var sigurvegari Björg Sæmundsdóttir frá Golfklúbbi Patreksfjarðar á 38 punktum ( 85 höggum) Í öðru sæti var Karl Ingi Vilbergsson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 36 punktum ( 79 höggum) . Í þriðja sæti var Kristinn Þórir Kristjánsson frá Golfklúbbi Ísafjarðar á 36 punktum (81 höggum).
Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Shiransson frá Golfklúbbi Ísafjarðar og í öðru sæti var Sylwia Januszdóttir frá Golfklúbbi Ísafjarðar. Þetta er fjórða mótið sem Jón Gunnar sigrar og er óhætt að segja að hann eigi framtíðina fyrir sér í golfi.
Sæbjörg
bb@bb.is