Sunddeild UMFB fór til Akureyrar á Aldursflokkameistaramót Íslands um síðustu helgi. Bolvíkingarnir Arndís, Eydís, Ólöf, Margrét, Agnes, Ingibjörg, Jórunn og Sigurgeir stóðu sig mjög vel og bættu sig í flestum greinum sem þau kepptu í. Einnig var deildin með fjórar boðsundssveitir. UMFB var í 9 sæti af 14 og á lokahófi mótsins fengu Víkararnir verðlaun fyrir að vera prúðasta liðið. Nú eru sundiðkendurnir komir í sumarfrí og byrja æfinarnar af kappi aftur í lok ágúst. ,,Stefnan er svo að fara á fleiri mót í haust og auðvitað er markmiðið að fleiri nái lágmörkum á þetta mót að ári,“ segir Hrund Karlsdóttir, þjálfari liðsins. Fararstjóri hópsins var Hjörtur Traustason sem sést með þeim á myndinni.
Ísabella
isabellaosk22@gmail.com