Dýrafjarðardagar verða haldnir 29. júní til 1. júlí og er dagskráin afar fjölbreytt og skemmtileg. Meðal annars mun rapphljómsveitin Úlfur Úlfur skemmta á unglingadiskói í Félagsheimilinu á föstudaginn og lifandi tónlist verður á Simbakaffi fyrir fullorðna. Á laugardaginn verður haldið Íslandsmót í strandblaki, Sirkus Íslands mætir og leikur listir og alls kyns aðrir viðburðir verða fyrir börn. Á laugardagskvöld verður dansleikur í félagsheimilinu og mun hljómsveitin Glæstar vonir halda uppi stuðinu. Hátíðin mun svo enda á tónleikum með Hauki og Ragnheiði Gröndal í kirkjunni.
Þetta er aðeins brot úr dagskránni en hér má sjá hana í heild sinni:
Föstudagur 29. júní
Íslandsmót í strandblaki – stigamót sjá tímasetningu á facebook síðu hátíðarinnar
19:00 Setning hátíðarinnar við Bjarnaborg. Grillaður fiskur og lifandi tónlist: 200.000 Naglbítar og fleiri til.
20:00 Myndlistarsýning Aðalsteins G. Aðalsteinssonar í Grunnskólanum – gengið beint inn af götunni
20:00 Opnun á myndlistarsýningu Guðbjargar Lind á Simbakaffi -stendur yfir alla helgina
20:30 – Hin gjöfulli íslenski sagnaarfur – Gíslastaðir í Haukadal.
21:00 Þórarinn Eldjárn fræðir og skemmtir. Heitt verður á könnunni.
21:00 Unglingadiskótek í Félagsheimilinu – Úlfur Úlfur
23:00-03:00 Simbakaffi – lifandi tónlist og stemning.
Laugardagur 30. júní
Íslandsmót í strandblaki – stigamót sjá tímasetningu á facebook síðu hátíðarinnar
10:00 – 17:00 Hoppukastalar blásnir upp við Íþróttabiðstöðina
10:30 – 17:00 Myndlistarsýning Aðalsteins G. Aðalsteinssonar í Grunnskólanum
11:30 – 13:00 Súpa í garði – Hlíðargata og Hrunastígur
13:00 – 16:00 Andlitsmálun í sölutjöldum
13:00 – 16:00 Opið hús í Skálanum
13:00 – 18:00 „Spor í rétta átt“ Prjóna- og Harðangursgleði i garðskálanum á Vallargötu 15.
13:00 – 16:00 Gíslastaðir í Haukadal opið hús
13:30 – Opnun myndlistarsýningar Svölu Steinþórsdóttur á Hótel Sandafelli. Sýningin er opin til kl 17:00
14:00 Vestfjarðameistaramótið í Kubb í Skálanum. Skráning á staðnum
14:00 – Blóðug jörð – Gíslastaðir í Haukadal. Vilborg Davíðsdóttir segir þar í máli og myndum frá háskalegri ferð Auðar djúpúðgu frá Skotlandi yfir hafið, um Orkneyjar og Færeyjar, til landnáms í Dölum.
14:00 Villi Vísindamaður í Félagsheimilinu
15:00 Sirkus Íslands við Félagsheimilið
19:00 – Grillveisla á Víkingasvæðinu
22:00 – Bergmál. Dúettinn Bergmál fer með gamanmál í tali og tónum á Hótel Sandafelli.
23:00 – 03:00 Dansleikur í Félagsheimilinu hljómsveitin Glæstar vonir heldur uppi þrusu stuði
Sunnudagur 1. júlí
10:00-17:00 Hoppkastalar blásnir upp við Íþróttamiðstöðina
10:30 Myndlistarsýning Aðalsteins G. Aðalsteinssonar í Grunnskólanum
10:30 Gíslaganga í Haukadal og rabbabaragrautur með rjóma
13:00 – 16:30 „Spor í rétta átt“ Prjóna- og Harðangursgleði í garðskálanum á Vallargötu 15.
13:00 – 17:00 Myndlistarsýning Svölu Steinþórsdóttur á Hótel Sandafelli
13:30 Tónafljóð –tónlistarveisla fyrir yngstu börnin í Félagsheimilinu
14:00 – 17:00 Andlitsmálun í sölutjöldum
14:00 – 16:00 Hestar –hægt að fara á hestbak á kirkjutúninu
14:00 – 16:30 Kaffihlaðborð á Hótel Sandafelli 2300 kr. 1700 f yngri en 16 ára
15:01 Leiksýningin Gíslí Súrson sýnd á Gíslastöðum
17:00 Tónleikar í kirkjunni – Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal
Ísabella
isabellaosk22@gmail.com