Bjartir tímar framundan í Bolungarvík

Jón Páll Heinsson er áfram bæjarstjóri í Bolungarvík en bæði meiri- og minnihluti höfðu lýst yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi við hann.

Þrír listar buðu fram í bæjarstjórnarkosningum í Bolungarvík, D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, K-listi Máttar meyja og manna og Y-listi Framlags. Kjósendur á kjörskrá voru 636 og alls kusu 476 sem er 74,8%. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra vann rúmlega helming atkvæða eða 247 atkvæði, K-listi fékk 176 og Y-listi fékk 39. Því er bæjarstjórn Bolungarvíkur skipuð á eftirfarandi hátt:

1. sæti D-listi Baldur Smári Einarsson
2. sæti K-listi Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir
3. sæti D-listi Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir
4. sæti K-listi Hjörtur Traustason
5. sæti D-listi Katrín Pálsdóttir
6. sæti D-listi Kristján Jón Guðmundsson
7. sæti K-listi Magnús Ingi Jónsson

Jón Páll Hreinsson var áfram ráðinn bæjarstjóri en hann hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en bæði meirihluti og minnihluti höfðu lýst yfir vilja til að halda samstarfinu við Jón Pál áfram. Jón sagði í samtali við BB að kjörtímabilið leggist ljómandi vel í sig og að nýja bæjarstjórnin sé vel skipuð. Það séu mikið af spennandi verkefnum framundan og þar sé helst að nefna stærsta fjárfestingarverefnið, sem er uppbygging leikskólans. Bærinn hyggst auka fjárfestingar og gera bæinn enn betur í stakk búin til að takast á við fjölgun íbúa, auka þjónustu og húsakost og helst að bjóða upp á ódýrari húsnæði. Hann er bjartsýnn á að Bolungarvík muni halda áfram að vaxa. Það skiptir máli fyrir bæinn að leyfi fyrir uppbyggingu laxeldis komi bráðlega og að það verkefni sé spennandi. Því fylgir bæði aukið fjármagn, ný tækifæri og fleira fólk. Jón Páll segir að bærinn bíði eftir svörum frá Hafrannsóknarstofnun en á nýlegum íbúafundi sagði forstjóri stofnunninnar að svara mætti vænta þegar sól væri hæst á lofti en nú sé sá tími liðinn en engin svör hafa borist.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA