Eins og margir vita þá eru skíðaíþróttirnar geysivinsælar á norðanverðum Vestfjörðum. Skíðafélag Ísafjarðar er líka mjög öflugt og þá ekki síst í barna- og unglingastarfinu. En margar hendur vinna létt verk og það þarf mörg handtökin til að reka félag af þessu tagi. Þessa vegna munu nokkrar af höndunum smella saman hnallþórum og kruðeríi af besta tagi fyrir sunnudaginn 17. júní, en þá verður haldið ekta kökuhlaðborð á Hótel Ísafirði til styrktar Skíðafélaginu. Hlaðborðið er opið frá klukkan 14:30 til 17 og kostar 2200 krónur fyrir fullorðna. 6-12 ára börn borga 1100 krónur fyrir kökurnar en börn yngri en það gæta gætt sér án endurgjalds á fíneríinu.
Sæbjörg
bb@bb.is