Baráttan hjá Vestramanna um sæti í úrslitakeppnini 1. deildar körfubolta heldur áfram. Í kvöld mæta Fjölnismenn í heimsókn á Jakann á Ísafirði. Leikurinn hefst sem fyrr kl. 19:15. Í hálfleik verður skrifað undir samstarfssamning við Hertz bílaleigu og skotleikur Hertz kynntur til sögunnar þar sem veglegur vinningur er í boði. Skömmu fyrir leik verður kveikt upp í grillinu og ljúffengir Vestraborgarar steiktir.
Fjölnismenn sitja sem stendur í öðru sæti deildarinnar og því má búast við erfiðum leik. Vestramenn eru þó hvergi bangnir og ljóst er að til mikils er að vinna því sigur á einu af toppliðum deildarinnar væri gott veganesti inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
Stuðningsmenn Vestra eru hvatti til að mæta á Jakann og styðja við bakið á strákunum. Þeir fá svo stutta hvíld því, strax á sunnudaginn mæta þeir FSu á útivelli. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur því Selfossliðið er jafnt Vestra að stigum í deildinni.
smari@bb.is