Þann 3. Júní 2018 var haldið fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Ísafjarðar. Það var Sjómannadasgmót sem fyrirtækið Ísinn hefur verið bakhjarl að undanfarin ár.
Keppt var í opnum flokki (punktakeppni) og í höggleik. Ekki var hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkkum. Sigurvegarar voru eftirfarandi.
Í höggleik sigraði Janusz Pawel Duszak nokkuð örugglega, hann spilaði á 72 höggum sem eru 2 yfir pari vallarins. Í öðru sæti var Baldur Ingi Jónasson á 78 höggum og í þriðja sæti var Neil Shiran Kanishka Þórisson á 85 höggum.
Í opna flokknum sigraði Jón Gunnar Kanishka Shiransson með 40 punkta á 83 höggum. Í öðru sæti var Ásgeir Óli Kristjánsson með 35 punkta á 85 höggum og í þriðja sæti var Óðinn Gestsson með 30 punkta á 93 höggum.
Þá fékk Jón Gunnar Kanishka Shiransson nándarverðlaun á 6/15 holu og 7/16 holu.
Golfvertíðin er að byrja og eru talsvert mörg mót á næstunni og í ár verður einnig haldið sérstakt afmælismót þar sem Golfklúbbur Ísafjarðarar verður 40 ára á árinu.
Sæbjörg
sfg@bb.is