Sjálfstæðismenn og óháðir í Vesturbyggð hafa birt stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Bæjarstjóraefni listans er Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Hún hefur verið bæjarstjóri Vesturbyggðar frá árinu 2010.
Fræðslu-, æskulýðs- og íþróttamál
- Sjálfstæðismenn og óháðir setja í forgang að byggja á skólastefnu Vesturbyggðar, setja stefnuna áfram á framúrskarandi skóla.
- Forgangsatriði er að byggja upp og auka þjónustu.
- Sjálfstæðismenn og óháðir vilja bjóða upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri, sem og að leita leiða til að styðja við foreldra frá því að fæðingarorlofi lýkur.
- Listinn leggur áherslu á að endurskoða gjaldskrá.
- Hreyfing og útivist er sett í forgang.
- Listinn vill halda áfram að hlúa að yngstu börnunum með íþróttaskóla.
- Metnaðarfullur tónlistarskóli er í forgangi.
- Sjálfstæðismenn og óháðir vilja bæta aðgengi að tómstundastarfi fyrir unga sem aldna.
- Í forgangi er að bjóða upp á markvissa nýbúaþjónustu, t.d. með samstarfi við Pólska skólann.
Velferðarmál
- Forgangsmál hjá Sjálfstæðismönnum og óháðum er að byggja tvær íbúðir og þjónustumiðstöð við Kamb á Patreksfirði. Einnig er horft til samþættingar á þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu.
- Listinn vill endurskoða þjónustu við eldri borgara á Bíldudal og Birkimel í samráði við notendur.
- Sjálfstæðismenn og óháðir vilja setja húsnæðisstefnu fyrir Vesturbyggð, bjóða upp á leiguhúsnæði fyrir tekjulága og taka í notkun tvær leiguíbúðir á Bíldudal.
Skipulags- og umhverfismál
- Sjálfstæðismenn og óháðir í Vesturbyggð setja í forgang að deiliskipuleggja fleiri íbúðir í þéttbýli.
- Listinn vill bjóða fyrirtækjum upp á samstarf um byggingu íbúðahúsnæðis með áframhaldandi afslætti af gatnagerðargjöldum af þegar skipulögðum byggingarlóðum.
- Listinn setur í forgang að bjóða út sorphirðu.
- Áhersla er á aukna flokkun og bætt aðgengi, meðal annars í dreifbýli.
- Úrbætur í umferðaröryggismálum er forgangsmál.
- Listinn vill fegra og bæta ásýnd bæjanna. Þar eru gatna- og gangstéttamál í forgangi.
- Áframhaldandi uppbygging á tækjakosti slökkviliðsins í Vesturbyggð er í forgangi.
Atvinnu- og hafnamál
- Listinn ætlar að halda áfram að styðja við almenningssamgöngur.
- Í forgangi er að gera samfélagssáttmála við fyrirtækin í Vesturbyggð um áframhaldandi uppbyggingu fjölskylduvæns samfélags.
- Sjálfstæðismenn og óháðir stefna að endurbótum á verbúðinni á Patreksfirði, þar sem sett verður upp öflugt atvinnu- og þróunarsetur.
- Listinn ætlar að berjast fyrir bættum nettengingum í þéttbýli og halda áfram að ljósleiðaravæða dreifbýli.
- Listinn stefnir á að deiliskipuleggja hafnarsvæðin og endurskipuleggja athafna- og gámasvæði með tilliti til aukinna þarfa atvinnulífsins.
- Í forgangi er að auka öryggi á hafnarsvæðum.
Tekjustofnar og stjórnsýsla
- Sjálfstæðismenn og óháðir stunda ábyrga fjárhagsáætlanagerð, setur hóflegar væntingar til framtíðar svo tekjuáætlun byggi ekki á veikum grunni.
- Listinn fylgir fjármálareglum sveitarfélaga og gætir þess að viðmið um skuldahlutfall sé innan marka.
- Í forgangi er að leita leiða til að hafa hóflegar álögur.
- Listinn vill bæta upplýsingagjöf, t.d. með nýrri heimasíðu.
- Áætlað er að starfsemi bæjarskrifstofu flytji í endurbætt húsnæði, þar sem starfsfólk stjórnsýslu verður sameinað undir einu þaki.
Samskipti við stjórnvöld
- Sjálfstæðismenn og óháðir ætla að halda áfram að setja fram sjálfsagðar kröfur um samgöngumál, t.d. þarf að berjast fyrir nýrri samgönguleið inn í þorpið á Bíldudal.
- Forgangsmál er stefnumótun framtíðarsýnar um samgöngur milli byggðakjarna sveitarfélaganna í kring.
- Listinn leggur áherslu á flugið sem nútíma samgöngumáta og varaferju í samgöngur á Breiðafjörð.
- Í forgangi er að halda áfram að berjast fyrir úrbótum í heilbrigðisþjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Hér má sjá stefnumál framboðs Sjálfstæðismanna og óháðra í heild sinni.
Margrét Lilja
milla@bb.is