Heimavarnarliðið boðar til samstöðufundar

Ég, Jóhann Ólafson, er einn af heimavarnarliðinu. Heimavarnarliðið boðar til samstöðufundar við Gilsfjarðarbrúna þann 21. maí 2018 kl 15.00. Tilefni fundarins er að ítreka ályktun borgarafundar sem haldin var á Ísafirði síðastliðið haust. Þar sem lítið eða ekkert hefur gerst í málefnum Vestfjarða frá fundinum þrátt fyrir góð orð ráðherra sem sóttu fundinn. Tveir þeirra ráðherra sem þar voru eru enn í ríkisstjórn, þau eru Bjarni fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Vegagerð um Teigsskóg er enn í frosti, þingmenn okkar eru að sprikla undir forustu Haraldar Skagamanns, þar er smá von. Fiskeldismál í Ísafjarðardjúpi, í frosti hjá Hafró undir umsjón Sigurðar fyrrum veiðimálastjóra. Alþingi Íslendinga samþykkti lög fyrir ca 15 árum að leifa laxeldi á Vestfjörðum, en stofnunin þráast við. Ragnheiður Elín fyrrum ráðherra sagði á sínum tíma að tengipunktur vegna raforku kæmi í Ísafjarðardjúp enn nokkrum ríkisstjórnum síðar hefur ekki verið upplýst um staðsetningu þessa tenkipunktar hvað þá undirbúningur eða framkvæmd línulagnar. Er einhver hissa á því að maður sé komin með það á tilfinninguna að embætismenn séu annað hvort búnir að gleyma okkur eða almennt illa við einhverja framþróun á Vestfjörðum?

Jóhann Ólafson Ísafirði.

DEILA