BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Embla Dögg Bachmann býður sig fram í Reykhólahreppi og hennar svar er á þessa leið:
„Íbúar Reykhólahrepps ættu að kjósa mig vegna þess að ég get komið með öðruvísi sýn á sveitarfélagið því ég er ung. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa fólk úr öllum eða sem flestum aldurshópum í sveitarstjórn. Ég þekki fólk í öllum aldurshópum og hef unnið með ungum sem öldnum. Mér finnst þurfa að bæta afþreyingu fyrir alla aldurshópa og vinna með heilsueflandi samfélag. Og síðast en ekki síst hef ég mikinn áhuga á að taka þátt í að byggja samfélagið okkar upp áfram og halda áfram að fá fólk til að vilja setjast að hér og halda í fólkið okkar sem býr hér og gera fólkið okkar ánægt, það skiptir miklu máli!“
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com