Ísafjarðarbær sótti um fjóra styrki til húsafriðunarsjóðs fyrir árið 2018 og hlaut samtals 8.6 milljónir. Bréf þess efnis frá Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunnar Íslands, var lagt fram á bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar þann 7. maí. Styrkirnir skiptast þannig að 3.7 milljónum var veitt til viðgerða á sökkli á Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þá fengust 1.9 milljónir til viðgerða á sökkli á Svarta pakkhúsinu sem stendur við Hafnarstræti á Flateyri. 1.5 milljónir renna til viðhalds utan húss á Turnhúsinu í Neðstakaupstað og loks 1.5 milljónir í brunavarnir í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com