Héraðssamband Hrafna-Flóka buðu áhugasömum í vöfflukaffi á Hópinu á Tálknafirði þann 1. maí. Tilefnið var að ungmenni á vegum félagsins eru að fara til Gautaborgar í lok júní til þess að keppa í frjálsum íþróttum. Vöfflusalan gekk vonum framar að sögn íþróttafulltrúans Páls Vilhjálmssonar og allt gekk að óskum. „Á okkar vegum eru 15 ungmenni að fara til Gautaborgar ásamt fríðu föruneyti þjálfara, fararstjóra og foreldra,“ segir Páll í samtali við BB. „Alls verða þetta um 25 manns sem fara saman og börnin eru á aldrinum 12-19 ára.“ Það verður spennandi að sjá hvernig söfnuninni vindur áfram og gaman fyrir börnin að fá að keppa í Svíþjóð í sumar.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com