Vortónleikar kvennakórsins Norðurljós

Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 14.00 þriðjudaginn 1. maí. Í kórnum syngja hressar konur úr Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og stundum Reykhólum, en í vetur hafa um 20 konur sungið með kórnum. Á dagskrá vortónleikanna eru ýmis dægurlög, allt frá gömlum góðum uppáhaldslögum að eldhressum eurovisionslögurum. Að venju er boðið upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík að tónleikum loknum. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleik annast Viðar Guðmundsson, Gunnlaugur Bjarnason og Guðmundur Jóhannson. Tónleikar kvennakórsins hafa verið hefð á 1. maí á Hólmavík í um það bil 10 ár. Aðgangseyrir er kr. 3000 fyrir 14 ára og eldri, 1500 fyrir 6-13 ára, en frítt fyrir leikskólaaldur. Ekki er hægt að borga með korti á viðburðinn.

Það er fleira skemmtilegt á döfinni hjá Kvennakórnum Norðurljós en þær eru að skipuleggja tvenna tónleika næsta haust og stefna á ferð til Póllands næsta sumar. Á næsta ári verður kórinn svo búinn að vera starfræktur í 20 ár og þá stendur eitthvað mikið til, segir Salbjörg Engilbertsdóttir sem syngur með kórnum.

Dagrún Ósk

DEILA