Það þarf enginn að láta sér leiðast hér vestur á fjörðum því alltaf er eitthvað skemmtilegt að gerast eða einhver afþreying í boði. Aðstandendur Gíslastaða í Haukadal munu til dæmis bjóða upp á eldsmíðanámskeið núna í byrjun maí í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði. Námskeiðið verður haldið í gömlu smiðjunni á Þingeyri og kennari verður Róbert Daníel Kristjánsson. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt námskeið er haldið því aðeins átta pláss eru í boði, en þau fyllast yfirleitt um leið. Þátttakendum er bent á að mæta með öryggisgleraugu og ýmsan annan útbúnað, svo sem í ullarfötum eða vinnugalla frekar en nælon eða plastfatnaði sem bráðnar auðveldlega í hita. Nemendur þurfa samt ekki að vera búnir að ákveða fyrirfram hvað þá langar að smíða en það verður forvitnilegt að sjá hvað fólk nær að hamra út úr glóði drifnu járninu á Þingeyri.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com