Húsið á Patreksfirði er skemmtilegur vettvangur fyrir listamenn, áhugafólk og allskonar fólk sem hefur áhuga á að gæða lífið fjölbreytileika, fróðleik og skemmtun. Þann 4. maí verður fyrirlestur og sýning í kjölfarið í Húsinu, með verkum náttúrulífsteiknarans Jóns B. Hlíðberg. Teikningar Jóns prýða marga staði, þó margir kannist kannski ekki við nafn hans. Hann fæddist í Reykjavík árið 1957 og stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík veturinn 1982-83 og svo Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1983-85. Síðustu árin hefur hann einbeitt sér að náttúrulífsteikningum og það verður án efa mjög fróðlegt að heyra hann tala um feril sinn, teikningarnar og náttúru Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn, eins og áður sagði 4. maí, en sýningin verður opin mánudaga til föstudaga frá kl 10:00-17:00 og laugardaga frá kl 14:00-16:30.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com