Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda aukasýningu á norsku kvikmyndinni Optimisterne, miðvikudaginn 18. apríl kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis eins og í fyrra skiptið, en myndin, sem er á norsku, er með enskum texta.
Á facebooksíðu Ísafjarðarbíó stendur um myndina:
„OPTIMISTERNE“ („Bjartsýnisfólk“)
Ekkert aldurstakmark.
Þrátt fyrir vikulegar æfingar hefur blakliðið Bjartsýniskonur, sem saman stendur af konum á aldrinum 66-98 ára, ekki spilað einn einasta keppnisleik í 30 ár. Þær langar að keppa, en við hvern? Orðrómur fer af stað og hópur af myndarlegum sænskum körlum, hinu megin við landamærin, ákveður að bjóða sig fram.
Allt þetta skilar ógleymanlegri ferð til Svíðþjóðar og stórkostlegum landsleik í blaki. Kannski geta nokkrir blakspilarar sýnt okkur að æskudýrkun nútímans er ekki á rökum reist og að við ættum heldur ekki að dýrka þá sem eldri eru.
Margrét Lilja
milla@bb.is