Í viku 15 voru grafnir 64,2 m í göngunum.
Heildarlengd ganganna í lok viku 15 var 1.901,5 m sem er 35,9 % af heildarlengd ganganna.
Í vikunni var grafið stærra snið vegna útskots E sem útskýrir minni framvindu samanborið við síðustu vikur. Í framhaldinu verður farið í að grafa út þau þrjú rými sem eru í útskoti E, þ.e. tæknirými, neyðarrými og snúningsútskot.
Göngin hafa verið alveg þurr undanfarið og eru tvö nokkuð þunn setlög í berginu búin að fylgja okkur alla vikuna. Allt efni úr göngunum hefur farið beint í fyllingar í vegagerð. Fyllt hefur verið í veg milli gangamunnans og Hófsár ásamt því að byrjað var að fylla í nýjan veg sem mun liggja til Hrafnseyrar.
Á myndinni sést vel hversu litrík setlögin eru.
Margrét Lilja
milla@bb.is