Á vef stjórnarráðsins kemur fram að þriðjudaginn 17. apríl, verði haldinn opinn íbúafundur um fiskeldi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Þar munu Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunnar, tala um áhættumat erfðablöndunnar og hvernig stofnunin hyggst haga sinni vinnu varðandi það. Í kjölfarið munu þeir taka við spurningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun einnig ávarpa fundinn.
Sæbjörg