Myndband af Stefni ÍS að sigla inn í Grindavíkurhöfn

Vestfirðir.

Margir hafa gaman af því að fylgjast með fiski og skipafréttum og oft óháð því hvort einstaklingurinn hefur migið í saltan sjó eða ekki. Á Facebook má finna hóp sem heitir Bátar og bryggjurölt þar sem markmiðið er að birta myndir af því sem stjórnendum síðunnar finnst skemmtilegt og fræðandi um báta og bryggjur víðsvegar um landið. Laugardaginn 7. apríl birtu þeir myndband af Stefni ÍS 28 þar sem hann siglir inn í Grindavíkurhöfn. Fjölmargir muna eftir Stefni þegar hann var á Flateyri og hét Gyllir og á síðunni segir um skipið: „Hér er Stefnir að koma inn til löndunar í Grindavík í dag með um 200 kör sem fengust við Surtinn. Stefnir er smíðaður hjá Flekkefj Slipp og Mask í Flekkefjord í Noregi árið 1976. Hann hét upphaflega Gyllir og var gerður út frá Flateyri.

Stjórendur síðunnar mæla með því að myndbandið sé skoðað í HD gæðum en það má sjá á þessari slóð: https://www.facebook.com/Bataogbryggjubrolt/videos/1498492960259808/

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com  

DEILA