Steinbítsmok undir Látrabjargi

Á vef Aflafrétta kemur fram að mokveiði hafi verið undir Látrabjargi, en 25. mars veiddu Sverrir SH 15,7 tonn, Signý HU 11,2 tonn og Tryggvi Eðvars SH 21,3 tonn, allir í einni löndun. Kristinn SH, sem var stærsti báturinn af þeim sem fóru úteftir landaði úr bátnum 31,5 tonnum. Kristinn SH hafði veitt vel af steinbít róðranna á undan og landað 95 tonnum í 4 róðrum.

Óhætt er því að segja að steinbíturinn hafi gefið sig með látum.

Margrét Lilja Vilmundardóttir

milla@bb.is

DEILA