Það er óhætt að segja að dalirnir tveir hafi skartað sínu fegursta í dag, sunnudag, á öðrum degi Unglingameistaramóts Íslands á skíðum. Fjölmenni var í Tungudal og Seljalandsdal í sól og blíðskaparveðri og mikil stemming.
Í dag var keppt í stórsvigi í Tungudal og í hefðbundinni göngu á Seljalandsdal. Á morgun mánudag verður keppt í flokkasvigi og parasprett. Öll úrslit eru birt á ww.snjor.is.
Framundan er skíðavika Ísfirðinga og ef veðurspáin gengur eftir má búast við frábæru skíðaveðri í dymbilviku og yfir páskahelgina.
Meðfylgjandi myndir tók Hafdís Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrú UMÍ 2018.