Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að Arnarlax hafi brugðist rétt við tjóni í sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs 11. febrúar síðastliðinn. Stofnunin fór í eftirlit á starfsstöðvum Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði og Laugardal í Tálknafirði 27. febrúar og telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir tjónið og viðbrögð Arnarlax því við hæfi miðað við aðstæður.
Matvælastofnun telur að Arnarlax hafi brugðist rétt við, með því að setja af stað verkferla til að koma í veg fyrir slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðanda búnaðar.
-Margrét Lilja Vilmundardóttir
margretliljavilmundardottir@gmail.com