Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hömrum, þriðjudaginn síðastliðinn, 13. mars. Valdir voru 12 lesarar úr 7. bekkjum grunnskólanna á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Bolungarvík til að lesa sögubrot eftir Sigrúnu Eldjárn og ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ennfremur lásu nemendur eitt sjálfvalið ljóð. Lesararnir stóðu sig allir með eindæmum vel og ekki reyndist auðvelt að velja 3 bestu lesarana.
Dómarar keppninnar voru þau Þorleifur Hauksson, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Dagný Arnalds, Heiðrún Tryggvadóttir og Jónína H. Símonardóttir. Úrslit urðu þau að Solveig Amalía Atladóttir, Grunnskólanum á Ísafirði, sigraði keppnina, Mariann Rähni, Grunnskólanum í Bolungarvík, hafnaði í öðru sæti og Anja Karen Traustadóttir, Grunnskólanum á Ísafirði, varð í því þriðja.
Við óskum öllum lesurum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.
-Margrét Lilja Vilmundardóttir