Árið 2017 var eitt allra besta árið í Bolungarvíkurhöfn þegar kemur að lönduðum bolfiskafla. Alls komu rúmlega 18 þúsund tonn á land en það var þó um 1.200 tonn en árið áður sem var metár hjá höfninni. Þetta þýðir að í hverjum mánuði fóru að jafnaði um 1.500 tonn af fisk um höfnina.
Mestur afli kom af dragnótarbátum eða um 5.800 tonn, línubátar komu næstir með 5.500 tonn og afli úr botntrolli var 5.400. Afli handfærabáta var tæp 800 tonn en heldur minna fékkst í önnur veiðarfæri.
Aflahæst skipa var skuttogarinn Sirrý ÍS með 5.355 tonn en næst kom dragnótarbáturinn Ásdís ÍS með 1.570 tonn en eldra skip með sama nafni var með 269 tonn sem þýðir að áhöfnin á Ásdísi landaði samtals 1.839 tonnum árið 2017. Dragnótarbátarnir Þorlákur ÍS og Finnbjörn ÍS komu næstir með 1.329 tonn og 1.231 tonn. Línubátar ska næstu 5 sæti en Fríða Dagmar ÍS var með 1.189 tonn, Jónína Brynja ÍS var með 1.105 tonn, Einar Hálfdáns ÍS var með 1.010 tonn, Otur II ÍS var með 881 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS var með 765 tonn.
-Baldur Smári