Bolungarvíkurkaupstaður stendur þessa dagana fyrir fundaröð með íbúum og hagsmunaaðilum í bænum. Fundirnir eru á svipuðum nótum og fundir sem haldnir voru haustið 2016, en mikil ánægja var með þá. Fyrsti fundurinn verður í Félagsheimili Bolungarvíkur í kvöld kl. 20:00 en þá verður fjallað um málefni útgerðar og iðnaðar. Á miðvikudaginn kl. 20:00 verður ferðaþjónusta og verslun til umræðu og á fimmtudaginn kl. 20:00 verður fjallað um íþróttir og málefni félagasamtaka.
Fundirnir verða haldnir í minni salnum í Félagsheimili Bolungarvíkur og eru allir velkomnir.
Í framhaldi þessara þriggja funda verður svo almennur íbúafundur laugardaginn 24. mars kl 14:00 í stóra sal Félagsheimilisins.
-Baldur Smári