Á laugardaginn hélt Skíðafélag Ísfirðinga Vestfjarðamót á skíðasvæðinu í Tungudal. Keppt var í þremur hópum og voru yngstu keppendurnir í fyrsta bekk grunnskóla en elstu á 18 aldursári. Mótið heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að töluvert væri farið að blása í lok dags.
Vestfjarðamótið var ákveðinn undirbúningur fyrir Andrésar andar leikanna sem haldnir verða á Akureyri í apríl. En um 60 krakkar á öllum aldri munu taka þátt í leikunum.
Mótið var þó ekki síður þjálfun starfsfólks fyrir Unglingameistaramót Íslands sem haldið verður í lok mars. Langt er síðan SFÍ hefur haldið stórmót í alpagreinum og því nauðsynlegt að þjálfa nýtt fólk
-Gunnar