Fjölmenni var á skíðum í Tungudal í gær, laugardag, og þrátt fyrir stífa austanátt voru aðstæður að öðru leyti mjög góðar. Skíðafæri eins og best verður á kosið og birtan góð eftir hádegið. Mikið var um að vera í, Vestfjarðamót í svigi var haldið og mikið af skíðabörnum og foreldum þeirra á svæðinu.
Þrátt fyrir að sunnudagsmorgun heilsi með hryssingi er spáin fyrir daginn í dag frábær og ef eftir gengur gæti dagurinn í dag orðið besti skíðadagur vetrarins. Nýfallin mjöllin spillir ekki færinu og standi veðurguðirnir við sólskinspána um hádegið munu aðstæður allar verða með besta móti.
-gunnar