HG 12. stærsta útgerðin

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um.

HB Grandi er með um 10,9% af hlutdeildunum, eða 43.600 þorskígildistonn. Samherji er með 6,3%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 17,2% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í 3. til  5. sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK-Seafood Sauðárkróki. Aflahlutdeild Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal er 2,96%, eða 12.400 þorskígildistonn og fyrirtækið raðast í 12. sæti á lista yfir kvótahæstu útgerðir landsins.

Kvóti Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík er 6.800 þorskígildistonn í stóra kerfinu auk 1.900 tonna kvóta í krókakerfinu.

DEILA