Nokkuð af vatni í þekjunni 

Í síðustu viku voru grafnir 68,8 m í Dýrafjarðargöngum og lengd ganganna í lok viku 9 var 1.401,1 m sem er 26,4% af heildarlengd ganganna. Klárað var að grafa útskot D sem er það þriðja í göngunum hingað til. Útskot D er eingöngu stækkun á sniðinu og eru engin „hliðarherbergi“ líkt og var í fyrri tveimur útskotum. Efni sem grafið var í gegnum hentaði vel til borunar og sprengingar en nokkuð af vatni kemur úr þekjunni. Hiti á vatninu mældist 18,6°C. Mest allt efni úr göngunum var notað beint í fyllingu í veg. Fyllingar í veg eru komnar að Mjólká og var gert vað yfir ána neðan við brúna.

Á meðfylgjandi mynd má sjá vegfyllingu neðan við Mjólkárvirkjun.

DEILA