Það verður sunnan 8-15 m/s og éljagangur á Vestfjörðum fram eftir morgni og 13-18 m/s síðdegis og áfram él. Kólnandi veður, hiti um eða undir frostmarki. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að lægð er að myndast á kunnuglegum slóðum við Nýfundnaland. Spár gera ráð fyrir að þessi lægð dýpki langt suðvestur í hafi í dag, en færist síðan norðureftir á morgun. Það fer semsagt að hvessa af hennar völdum fyrir hádegi á morgun og seinnipartinn er útlit fyrir suðaustan storm eða rok með rigningu, talsverðri á sunnanverðu landinu. Það hlýnar í veðri og hiti gæti orðið á bilinu 5 til 10 stig annað kvöld.